Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2023-24. Chess events 2023-24

apr
19
Fös
Skákþing Norðlendinga 2024 @ Skógar Fnjóskadal
apr 19 @ 19:30 – apr 21 @ 16:30

Skákþing Norðlendinga 2024 fer fram í Gamla Barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal helgina 19-21 apríl 2024. Mótið verður hefðbundið helgarmót af gamla skólanum með blöndu af atskák og kappskák. Það er Skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Gamli Barnaskólinn að Skógum er staðsettur rétt sunnan við munna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Aðeins um 10 mín akstur frá Akureyri ef keyrt er um Vaðlaheiðargöng. Ef Víkurskarð er valið er það amk. 30 mín akstur frá Akureyri við bestu aðstæður. Á vef Vaðlaheiðarganga er hægt að kaupa ferðir í gegnum göngin.

Dagskrá:

Föstudagurinn 19. apríl klukkan 19:30 1.-4 umferð.
(Atskákir með tímamörkunum 15 mín +5 sek/leik)
Laugardagurinn 20. apríl kl. 10:00 5. umferð, kappskák 90 mín+30 sek/leik
Laugardagurinn 20. apríl kl. 17:00 6. umferð, kappskák 90+30
Sunnudagurinn 21. apríl kl.  10:00 7. umferð, kappskák 90+30

Skákstjórn: Hermann Aðalsteinsson og Áskell Örn Kárason.

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í móltinu: 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart
Mótin verða reiknað til FIDE atskákstiga og kappskákstiga.

Verðlaun. Hefðbundin verðlaunapeningar fyrir 3 efstu og farandbikar fyrir sigurvegarann, auk gjafabréfa í Skákbúðina.

1 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
2 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 7.500 króna gjafabref í Skákbúðina
3 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina

Efstur utan norðurlands, 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára utan norðurlands. 5.000 krónar gjafabréf í Skákbúðina.

Skráning í mótið fer einungis fram rafrænt. Þáttökugjöld er 5.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 18 ára og yngri. (Hægt er að hafa samband við Hermann í síma 8213187 vilji menn greiða með öðrum hætti)
Skrá sig í SÞN 2024 (5000 kr)
Skrá sig í SÞN 2024 U-18 ára (2500 kr)
Þegar skráðir til keppendur

Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024 fer síðan fram á sama stað. Það hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi kl 15:00 á sunnudeginum 21. apríl og gæti dregist ef skákir í aðalmótinu dragst á langinn. Ekkert þátttökugjald er í hraðskákmótið. Umferðafjöldi ræðst af keppendafjölda. Tímamörk 5 mín. (enginn viðbótartími) Reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.

Gamli Barnaskólinn er rétt sunnan við Vaðlaheiðargöng
Gamli Barnaskólinn að Skógum
Stærri salurinn rúmar 8-10 borð
Minni salurinn rúmar um 4 borð
apr
29
Mán
Skákæfing @ Staðsetning óáveðin
apr 29 @ 20:30 – 22:00
maí
4
Lau
Maískákmót Goðans 2024 @ Álfasteinn Laugar - Dagsetning ekki ákveðin. Síðasti viðburður vetrarins.
maí 4 @ 14:00 – maí 6 @ 17:00
Maískákmót Goðans 2024 @ Álfasteinn Laugar - Dagsetning ekki ákveðin. Síðasti viðburður vetrarins.

Maískákmót Goðans 2024 fer fram einhvern dag eða kvöld snemma í maí (1-7 maí). Það gæti alveg eins farið fram í miðri viku. Líklegt er að mótið verði hraðskák með 5+5 tímamörkum eða nálægt því. Líklega fram það fram í Álfasteini á Laugum. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá Fide. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Mótið markar lok keppnistímabilsins 2023-24