Jakob héraðsmeistari HSÞ 2013

Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór á Húsavík sl. laugardagskvöld. Smári bróðir hans veitti Jakobi harða keppni og háðu þeir hraðskákeinvígi um titilinn því þeir komu jafnir í mark á mótinu og gerðu jafntefli sín á milli. Jakob vann báðar skákirnar og mótið um leið. Smári varð í öðru sæti og Ármann Olgeirsson varð í þriðja sæti. Tímamörk voru 10 mín á mann +5 sek á leik.

apríl 2013 003 (640x480)
 

Ármann, Jakob og Smári.

Lokastaðan:

1.  Jakob Sævar Sigurðsson       6 af 7 (+2)
2.  Smári Sigurðsson                 6
3.  Hlynur Snær Viðarsson         5
4.  Ármann Olgeirsson               4,5
5.  Sigurbjörn Ásmundsson         3
6.  Hermann Aðalsteinsson         2,5
7.  Bjarni Jón Kristjánsson          1
8.  Jón Aðalsteinn Hermannsson  0

Hlynur Snær varð hærri að vinningum en Ármann en héraðsmótið fyrir 16 ára og yngri fór fram fyrr í vetur og þar sem þetta var fullorðinsflokkur fékk Hlynur ekki verðlaun í þessu móti.