Jakob Sævar Sigurðsson varð skákmeistari Goðans 2025 er hann vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni síðdegis í dag, en þeir voru efstir með þrjá vinninga, ásamt Adam Ferenc Gulyas, fyrir lokaumferðina. Jakob fékk 4 vinninga af 5 mögulegum í mótinu. Ljóst var fyrir skák Jakobs og Hermanns að sigurvegarinn yrði skákmeistari félagsins og því mikið undir.

Adam gerði jafntefli við Smára Sigurðsson í lokaumferðinni, sem tryggði Adam 2. sætið í mótinu með 3,5 vinninga. Stigagróði Adams í mótinu var 51 stig, sem er verulega mikið.
Smári Sigurðsson varð í 3. sæti með 3 vinninga á oddastigum, en Rúnar Ísleifsson, Hermann og Kristján Ingi, fengu einnig þrjá vinninga.
Lokastaðan
Surname, Name | Rating | Pts | ||
---|---|---|---|---|
1. | Sigurdsson, Jakob Saevar | 1869 | 4.0 | |
2. | Gulyas Adam Ferenc | 1703 | 3.5 | |
3. | Sigurdsson, Smari | 1838 | 3.0 | |
4. | Isleifsson, Runar | 1895 | 3.0 | |
5. | Adalsteinsson, Hermann | 1738 | 3.0 | |
6. | Smarason, Kristjan Ingi | 1656 | 3.0 | |
7. | Gudjonsson, Ingi Haflidi | 1704 | 2.5 | |
8. | Akason, Aevar | 1621 | 2.0 | |
9. | Birgisson, Hilmar Freyr | 1642 | 1.5 | |
10. | Ingimarsson Ingimar | 1696 | 1.0 | |
11. | Asmundsson, Sigurbjorn | 1578 | 1.0 |
Mótið var jafnt og spennandi og þó nokkrar skákir voru tefldar alveg í botn. Tefldar voru 5 umferðir og timamörk voru 90+30. 11 keppendur tóku þátt í mótinu.
Minnt er á aðlafund Goðans nk. miðvikudagskvöld kl 20:30