Jakob Sævar Sigurðsson skákmeistari Goðans 2025

Jakob Sævar Sigurðsson varð skákmeistari Goðans 2025 er hann vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni síðdegis í dag, en þeir voru efstir með þrjá vinninga, ásamt Adam Ferenc Gulyas, fyrir lokaumferðina. Jakob fékk 4 vinninga af 5 mögulegum í mótinu. Ljóst var fyrir skák Jakobs og Hermanns að sigurvegarinn yrði skákmeistari félagsins og því mikið undir.

Jakob Sævar Sigurðsson skákmeistari Goðans 2025

 

Adam gerði jafntefli við Smára Sigurðsson í lokaumferðinni, sem tryggði Adam 2. sætið í mótinu með 3,5 vinninga. Stigagróði Adams í mótinu var 51 stig, sem er verulega mikið.

Smári Sigurðsson varð í 3. sæti með 3 vinninga á oddastigum, en Rúnar Ísleifsson, Hermann og Kristján Ingi, fengu einnig þrjá vinninga.

 

Lokastaðan

Surname, Name Rating Pts
1. Sigurdsson, Jakob Saevar 1869 4.0
2. Gulyas Adam Ferenc 1703 3.5
3. Sigurdsson, Smari 1838 3.0
4. Isleifsson, Runar 1895 3.0
5. Adalsteinsson, Hermann 1738 3.0
6. Smarason, Kristjan Ingi 1656 3.0
7. Gudjonsson, Ingi Haflidi 1704 2.5
8. Akason, Aevar 1621 2.0
9. Birgisson, Hilmar Freyr 1642  1.5
10. Ingimarsson Ingimar 1696 1.0
11. Asmundsson, Sigurbjorn 1578  1.0

Mótið á chess manager

Mótið var jafnt og spennandi og þó nokkrar skákir voru tefldar alveg í botn. Tefldar voru 5 umferðir og timamörk voru 90+30. 11 keppendur tóku þátt í mótinu.

Minnt er á aðlafund Goðans nk. miðvikudagskvöld kl 20:30