29.3.2008 kl. 17:17
Rúnar héraðsmeistari HSÞ í skák.
Rúnar Ísleifsson varð í dag hérðasmeistari HSÞ 2008 í skák eftir jafna og spennandi keppni. Rúnar fékk 3 vinninga af 5 mögulegum. Baldvin Þ Jóhannesson varð í öðru sæti einnig með þrjá vinninga og Smári Sigurðsson varð í 3 sæti með 2,5 vinninga.
Sigurður Eiríksson var efstur í mótinu með 5 vinninga af 5 mögulegum og Sigurður Arnarsson varð annar með 4 vinninga, en þar sem þeir eru hvorki í skákfélaginu Goðanum né HSÞ, kepptu þeir sem gestir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Sigurður Eiríksson SA 5 vinningar af 5
2. Sigurður Arnarsson SA 4
3. Rúnar Ísleifsson 3 (14,5 stig)
4. Baldvin Þ Jóhannesson 3 (14,5 stig)
5. Smári Sigurðsson 2,5 (11 stig)
6. Jakob Sævar Sigurðsson 2,5 ( 8 stig)
7. Hermann Aðalsteinsson 2 (10,5 stig)
8. Ármann Olgeirsson 2 (9,5 stig)
9. Sigurbjörn Ásmundsson 1
Mótið fór fram í Borgarhólsskóla á Húsavík. Tefldar voru 5 umferðir með 25 mín umhugsunartíma á mann.(atskák) H.A.