Smári héraðsmeistari HSÞ 2009

Smári Sigurðsson varð í kvöld héraðsmeistari HSÞ í skák, en héraðsmótinu lauk nú í kvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Smári vann 6 skákir og gerði jafntefli við Ármann Olgeirsson. Pétur Gíslason varð í öðru sæti með 5,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð í 3. sæti með 4,5 vinninga.

Tefldar voru atskákir með 25 mín umhugsunartíma á mann.

Lokastaðan:

1. Smári Sigurðsson                    6,5 af 7 mögul.
2. Pétur Gíslason                        5,5
3. Rúnar Ísleifsson                     4,5
4. Ármann Olgeirsson                 4
5. Benedikt Þorri Sigurjónsson   3,5
6. Ævar Ákason                          3
7. Hermann Aðalsteinsson         1
8. Sigurbjörn Ásmundsson         0

skák ýmislegt 001

Pétur Gíslason, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson

Þetta er í annað skiptið sem Smári verður héraðsmeistari í skák, en Smári vann titilinn fyrst árið 2007. Rúnar vann mótið í fyrra en Pétur varð héraðsmeistari 2006, þegar mótið var haldið í fyrsta sinn eftir langt hlé.

Verðlaun fyrir skákþing Goðans frá því fyr í vetur voru einnig afhent nú í kvöld.  En þar hafði sigur Benedikt Þorri, Smári Sigurðsson varð í öðru sæti og Pétur Gíslason í þriðja sæti.

skák ýmislegt 002

Smári Sigurðsson, Benedikt Þorri og Pétur Gíslason

Síðasta skákæfing félagsins í vetur, verður á Húsavík að viku liðinni. H.A.