29.3.2011 kl. 00:06
Smári Sigurðsson héraðsmeistari HSÞ 2011
Smári Sigurðsson varð í kvöld Héraðsmeistari HSÞ í skák 2011. Smári fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Smári gerði jafntefli við Pétur Gíslason og Benedikt Þór Jóhannsson. Aðrar skákir vann Smári. Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti með 5,5 vinninga og Pétur Gíslason varð í þriðja sæti með 5 vinninga. Tefldar voru 7 umferðir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín + 5 sek/á leik. Góð frammistaða Snorra Hallgrímssonar og Benedikts Þór Jóhannssonar vakti athygli og voru þeir að vinna marga góða sigra gegn stigahærri andstæðingum á mótinu.
Smári Sigurðsson héraðsmeistari HSÞ 2011.
Lokastaðan:
1 Smári Sigurðsson 6 21.0 28.5 25.5
2 Rúnar Ísleifsson 5.5 20.5 27.5 21.5
3 Pétur Gíslason 5 20.5 27.5 20.5
4-5 Snorri Hallgrímsson 4.5 20.5 27.5 17.5
Benedikt Þór Jóhannsson 4.5 18.0 25.0 17.5
6 Hermann Aðalsteinsson 4 18.0 25.0 16.0
7 Heimir Bessason 3.5 17.5 24.0 13.5
8 Ævar Ákason 3 17.5 24.5 13.0
9-10 Ármann Olgeirsson 2 15.0 22.0 10.0
Valur Heiðar Einarsson 2 14.0 19.5 8.0
11-12 Sigurbjörn Ásmundson 1 15.5 22.0 1.0
Hlynur Snær Viðarsson 1 15.0 21.0 4.0