22.2.2009 kl. 14:53
4. umferð hafin.
4. umferð í skákþingi Goðans hófst í gærkvöld með því að tefld var flýtt skák. Rúnar Ísleifsson og Ármann Olgeirsson áttust við og hafði Rúnar sigur.
Skák þeirra félaga er nú þegar aðgengileg Hér: http://chesstheatre.com/?sr=1235314294 (Smella á godinn.) eins og flestar aðrar skákir úr mótinu.
Rúnar er því kominn með 3,5 vinninga eftir 4 umferðir. Á miðvikudaginn verða flestar aðrar skákir í 4. umferð tefldar á Húsavík. H.A.
