Skákstig

Á þessari séstöku skákstigasíðu má skoða upplýsingar um skákstig Íslendinga eftir skákfélögum. Í dálknum hér til hægri eru listar með 10 stigahæstu skákmönnum hvers félags. Einnig er skákstigalisti hér á godinn.is fyrir hvert og eitt skákfélag fyrir sig með öllum skákmönnum sem hafa fengið fide-kennitölu og/eða skákstig. listarnir eru fyrir Kappskákstig, Atskákstig og Hraðskákstig. Forráðamenn skákfélaga geta fengið sérstakan kóða fyrir sitt skákfélag hjá vefstjóra godinn.is, til að setja inn á sínar heimasíður ef þeir vilja.
Ef smellt er á nafn einhvers skákmanns kemur upp síða með nánari upplýsingum um viðkomandi og í sumum tilfellum skákir sem viðkomandi hefur teflt í gegnum tíðna. Á þetta sérstaklega við um stigahærri skákmenn. Allir þessir listar uppfærast sjálfkrafa um hver mánaðarmót.
Félagaskipti koma þó ekki fram og þarf að biðja vefstjórnanda godinn.is um að breyta því. Einnig þarf að hafa samband við vefstjórnarnda þegar nýjir skákmenn fá fide-kennitölu svo hægt sé að bæta þeim við fyrir rétt félag. Heildarlisti fyrir alla Íslenska skákmenn má skoða hér fyrir neðan.
Ef einhverjar villur kunna að leynast á listunum látið það vefstjóra vita af því.
(Athugið er ekki er hægt að setja inn skákmenn sem ekki hafa fengið fide-kennitölu og listarnir nýtast því ekki sem félagatal)

Allir Íslenskir skákmenn með kappskákstig og/eða FIDE-kennitölu (400 með kappskákstig og 2301 með fide-id 1. feb 2023)

Íslenskir skákmenn með Atskákstig (475 1. feb 2023)

Íslenskir skákmenn með Hraðskákstig (505 1. feb 2023)