Skákasafn

Á þessari síðu má skoða yfirlit skáka sem félagsmenn hafa teflt í gegnum tíðina. Listinn er ekki tæmandi, en hann verður reglulega uppfærður. Einnig er hægt að skoða skákir eftir mótum td, allar skákir úr einhverju ákveðnu móti í einum skákskoðara. Ekki liggur fyrir hvað hægt er að hafa margar skákir í hverjum skoaðar fyrir sig.

Skákskoðarinn lítur svona út.

Bláu örvarnar eru notaða til að fletta á milli skáka eða kveikja á skákforriti. Hægt er að deila skák á td. facebook með græna deilingar takkanum. Undir borðinu sjálfu eru síðan takkar til að skoða skákina sjálfa.

Þeir félagsmenn sem eiga skákir á PGN-formi geta sent vefstjóra þær til birtingar. Athugið samt fyrst hvort þær séu þegar komnar inn á vefinn, til að forðast tvíverknað.

Þeir félagsmenn sem eiga skákir á skorblaði en hafa ekki slegið þær inn á PGN-form geta nýtt sér ókeypis aðgang að chessmicrobase.com, chess.com, lichess eða gameknot.com. Á öllum þessum stöðum er auðvelt að búa til PGN skrár og senda þær.

chesamicrobase.com

Vefstjóri mælir sérstaklega með www.chessmicrobase.com sem er ókeypis vefur. Þar er einfalt að stofna aðgang og slá inn skákir og búa til PGN skrá með mörgum skákum í einu, sem auðvelt er að senda í tölvupósti.

Í undantekninga tilfellum getur vefstjóri tekið við myndum af skorblöðum ef þær eru skýrar og skriftin læsileg, og birt þær á vefnum.

Þá er bara að byrja að skrásetja gamlar skákir.