Skákfélagið Goðinn hefur verið skáð á almannaheillaskrá Skattsins. Það gerir það að verkum að einstaklingar og rekstaraðilar geta fengið skattaafslátt styrki þeir skákfélagið Goðann. Fjárframlög einstaklinga til Skákfélagsins Goðans eru sem sagt frádráttabær frá skatti frá og með 1. júní 2023. Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Skákfélagið Goðinn kemur upplýsingum um alla frádráttabæra styrki til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins árið eftir.
Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum eins og sjá mér hér fyrir neðan:
- 31,45% afsláttur af tekjum 0 – 349.018 kr.
- 37,95% afsláttur af tekjum 349.019 – 979.847 kr. (lang flestir eru á þessu bili)
- 46,25% afsláttur af tekjum yfir 979.847
Skattsafrádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum. Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.
- Líklegt er að lágmarks styrkur frá einstaklingum þurfi að vera í kringum 30 þús kr til að ná 10 þús króna frádrætti sem er lágmarks frádráttur. Á vef Landsbjargar er reiknivél þar sem þetta er útskýrt nokkuð vel
Hér má lesa meira um skattaafsláttinn
Ef þú vilt styrkja Skákfélagið Goðann fjárhagslega og nýta um leið möguleika á skattafslætti, hefur þú samband við Hermann Aðalsteinsson formann félagsins í síma 8213187 sem veitir nánari upplýsingar.