Skákþing Goðans/Meistaramót 2024 – english

English below.

Skákþing Goðans/Meistaramót 2024 fer fram í janúar og febrúar 2024. Mótið verður væntanlega teflt í tveimur riðlum og allir tefla við alla í hvorum riðli fyrir sig. Æskilegt er að styrkur skákmanna í báðum riðlum sé svipaður. Við reiknum með að skákmenn á Húsavík séu í öðrum riðlinum en skákmenn utan Húsavíkur séu í hinum. Þó gæti þurft að færa menn eitthvað til svo að jafnt sé í riðlunum. Allir félagsmenn Goðans geta verið með, þó ekki sé kanski raunhæft að þeir sem búa fyrir sunnan geti verið með.
Tímamörk verða 90+30 bæði í riðlakeppninni og úrslitakeppninni. Athugið að reglubundnar skákæfingar falla niður á meðan mótinu stendur.

Að lokinni riðlakeppni hefst síðan Úrslitakeppni þar sem skákmenn í efsta sæti hvors riðils tefla til úrslita um sigur í Skákþingi Goðans 2024. Skákmenn sem lenda í öðru sæti riðlanna tefla um 3 sætið og svo framvegis. Tefldar verða tvær úrslita skákir með skiptum litum. Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir og síðan armageddon skák þurfi þess til. Við munum reyna að láta allar viðureignir í Úrslitakeppninni fara fram í einu, á sama stað. Takist það ekki verður einstaka viðureignum flýtt svo að þeim sé lokið áður, svo hægt sé að klára mótið og skila því inn til stiga. Búast má við því að úrslitakeppnin fari fram um miðjan febrúar, amk. fyrir febrúarlok.

Þar sem allir tefla við alla, í hvorum riðli fyrir sig, liggur lita-pörun fyrir í öllum viðureignum og einstakar viðureignir geta því í raun farið fram hvenær sem er í janúar og/eða febrúar og eftir hentuleika keppenda. Við erum því ekki bundnir að tefla 1. umferð fyrst og síðan 2. umferð. Það skiptir ekki máli hvaða viðureignir teflast fyrst og hvaða viðureignir teflast síðast. Þetta gefur keppendur góðan sveigjanleika og þá geta fleiri verið með í mótinu.

Skákir/umferðir í Húsavíkur-riðli verða tefldar í Framsýn og/eða Hlöðufelli.
Skákir/umferðir í Vestur-riðli verða tefldar á Vöglum og/eða Framhaldsskólanum á Laugum.
Eins geta einstakar skákir farið fram í heimahúsi eftir hentugleikum.
Nánari tímasetningar á umferðum og einstaka viðureignum liggja ekki fyrir en hægt verður að tefla í Hlöðufelli á þriðjudögum og miðvikudögum. Að öðru leiti verða keppendur að koma sér saman um hvenær og hvar skákir fara fram.

Þar sem þetta er okkar aðalmót væri æskilegt að sem flestir verði með, jafnvel þó svo að það liggi fyrir að viðkomandi geti kanski ekki hafið taflmennsku fyrr en seint í janúar. Viðkomandi teflir þá bara margar skákir á stuttum tíma í staðinn.
Við stefnum á að öllum viðureignum í riðlakeppninni verði lokið fyrir miðjan febrúar og úrslitakeppnin fari fram helgina 17-18 febrúar eða þar um kring. Athugið að nýjir skákmenn, sem að einhverjum ástæðum geta ekki verið með í riðlakeppninni, geta verið með í úrslitakeppninni og tefla þá um neðstu sætin í staðinn.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið og fer hún fram þannig að áhugasamir tilkynni þátttöku til formanns sem síðan skipuleggur hverjir tefla í hvorum riðli fyrir sig.

Skráningarfrestur í mótið er til kl: 16:00 föstudaginn 5. janúar og parað verður strax þegar keppendafjöldi liggur fyrir. Því geta fyrstu viðureignirnar farið fram helgina 6-7 janúar. Pörun verður gerð á chess-manager

English:

Skákþing Goðans Championship 2024 will take place in January and February 2024. The tournament will probably be played in two groups and everyone will play against everyone in each group separately. It is desirable that the strength of the chess players in both groups is similar. We expect that chess players from Húsavík are in one group, while chess players from outside Húsavík are in the other. However, it may be necessary to move people around so that the groups are equal. All members of Goðan can join, although it may not be realistic that those who live in the south can join. The time limit will be 90+30 in both the group stage and the finals. Please note that regular chess practice is canceled during the tournament.

After the group competition, the Finals begin, where the players in the top place of each group play for the finals for victory in Skákþing Goðans 2024. The players who finish second in the groups play for the 3rd place and so on. Two final chess games will be played with different colors. If there is still a tie, two blitz chess games will be played and then armageddon game if necessary. We will try to make all matches in the Finals take place at the same time, in the same place. If it is not successful, individual matches will be accelerated so that they are finished earlier, so that the tournament can be completed and submitted for points. The finals can be expected to take place in mid-February, at least. before the end of February.

Since everyone plays against everyone, in each group separately, there is a color pairing in all matches and individual matches can therefore actually take place at any time in January and/or February and depending on the convenience of the competitors. We are therefore not bound to play the 1st round first and then the 2nd round. It does not matter which matches are played first and which matches are played last. This gives the players good flexibility and then more people can participate in the tournament.

Chess/rounds in the Húsavíkur group will be played in Framsyn and/or Hlöðufell.
Chess/rounds in the Western group will be played at Vaglir and/or the Framhaldsskólinn á Laugum.
Individual chess games can also take place at home, depending on convenience.
Detailed timings for rounds and individual matches are not available, but it will be possible to play chess in Hlöðufell on Tuesdays and Wednesdays. Other times, the players have to agree on when and where chess will take place.

Since this is our main tournament, it would be desirable for as many people as possible to participate, even if it is possible that the person may not be able to start playing until late January. The person then just plays a lot of chess in a short time instead.
We aim to have all matches in the group stage completed by the middle of February and the finals to take place on or around the weekend of February 17-18.

Registration for the tournament has been opened and it takes place in such a way that those interested announce their participation to the chairman, (Hermann) who then organizes who will play in each group separately.

The registration deadline for the tournament is at: 16:00 on Friday, January 5, and pairings will be made as soon as the number of competitors is known.
Therefore, the first matches can take place on the weekend of January 6-7. Pairings will be on chess-manager

SÞG 2024 Húsavíkur-riðill

SÞG 2024 Vestur – riðill

Skráðir keppendur/ Players registerd.