26.11.2008 kl. 23:16
Ármann, Hermann og Rúnar efstir á æfingu.
Aðeins 4 félagsmenn mættu á skákæfingu kvöldsins. Þátttaka hefur ekki verið svona dræm lengi. Líklega ekki síðan í árdaga félagsins.. Tefldar voru skákir með 20 mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1-3. Ármann Olgeirsson 2 vinn af 3
1-3. Hermann Aðalsteinsson 2
1-3. Rúnar Ísleifsson 2
4. Sigurbjörn Ásmundsson 0
Næsta skákæfing verður á Húsavík að viku liðinni. H.A.
