30.3.2012 kl. 10:23
Askorendaflokkurinn hefst í kvöld. Einar Hjalti meðal keppenda.
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák 2012 fer fram dagana 30. mars
– 8. apríl nk. Mótið fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík.
Efstu tvö sætin gefa föst sæti í Landsliðsflokki 2012 eða 2013. Tveir efstu menn í áskorendaflokki nú geta valið þar á milli. Einar Hjalti Jensson á ágæta möguleika á því að ná í annað af efstu sætunum og þar með keppnisrétt í landsliðsflokki.
Fyrirkomulag landsliðsflokks má finna á heimasíðu mótsins.
Dagskrá:
- Föstudagur, 30. mars, kl. 18.00, 1. umferð
- Laugardagur, 31. mars, kl. 14.00, 2. umferð
- Sunnudagur, 1. apríl, Frídagur
- Mánudagur, 2. apríl, kl. 18.00, 3. umferð
- Þriðjudagur, 3. apríl, kl. 18.00, 4. umferð
- Miðvikudagur, 4. apríl, kl. 18.00, 5. umferð
- Fimmtudagur, 5. apríl, Frídagur
- Föstudagur, 6. apríl, kl. 11.00, 6. umferð
- Föstudagur, 6. apríl, kl. 17.00, 7. umferð
- Laugardagur, 7. apríl, kl. 14.00, 8. umferð
- Sunnudagur, 8. apríl, kl. 14.00, 9. umferð
