21.3.2012 kl. 11:08
Barna og unglingameistaramót Goðans verður haldið 26 mars.
Mánudaginn 26 mars kl 16:00 – 17:50 verður Barna og
unglingameistaramót skákfélagins Goðans í skák haldið í Framsýnarsalnum
Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Öll börn og unglingar 16 ára og yngri í Þingeyjarsýslu geta tekið þátt í mótinu.
Tefldar verða 5-7 umferðir (monrad-kerfi) með 7-10 mín umhugsunartíma á mann.
Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
(bæði farandverðlaun og eignarverðlaun)
Stúlkur:
- 4 bekkur og yngri (börn fædd 2002 eða síðar)
- 5-7 bekkur (börn fædd 1999- 2001)
- 8-10 bekkur (börn fædd 1996-1998)
Strákar:
- 4 bekkur og yngri
- 5-7 bekkur
- 8-10 bekkur
Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187 eða 8213187.
Einnig á lyngbrekku@simnet.is
Skráningu líkur kl 15:55 á mótsdegi.
Þátttökugjald er krónur 500 á keppanda, sem greiðist á mótsstað.
(Ef fleiri en tvö systkyni keppa er frítt fyrir þau)
