31.3.2009 kl. 23:40
Benedikt og Hlynur sýslumeistarar í skólaskák 2009.
Benedikt Þór Jóhannsson varð í kvöld sýslumeistari í skólaskák í eldri flokki. Hann vann alla sína andstæðinga. Hlynur Snær Viðarsson varð sýslumeistari í yngri flokki, en hann vann líka alla sína andstæðinga.
Úrslit í yngri flokki :
1. Hlynur Snær Viðarsson 8 vinn af 8 mögul.
2. Starkaður Snær Hlynsson 7
3. Tryggvi Snær Hlinason 4,5 (11,25 stig)
4. Freyþór Hrafn Harðarson 4,5 (10,25 stig)
5. Valur Heiðar Einarsson 4
6-7. Hjörtur Jón Gylfason 3
6-7. Sigtryggur Vagnsson 3
8. Fannar Rafn Gíslason 2
9. Ingi Þór Halldórsson 0
Það er greinilega hagstætt að heita Snær að millinafni.
Allir keppendur. Hlynur og Benedikt fremstir.
Hlynur og Starkaður verða keppa fyrir hönd Þingeyinga í Kjördæmismótinu á Akureyri 4 eða 5 apríl nk.
Úrslit í eldri flokki :
1. Bendikt þór Jóhannsson 6 vinn af 6 mögul.
2. Kristján Þórhallsson 4 (8 stig)
3. Sæþór Örn Þórðarson 4 (7 stig)
4. Hermína Fjóla Ingólfsdóttir 3 (5 stig)
5. Björn Húnbogi Birnuson 3 (4 stig)
6. Aldís Ósk Agnarsdóttir 1
7. Hafrún Huld Hlinadóttir 0
Benedikt og Kristján verða því fulltrúar Þingeyinga í kjördæmismótinu á Akureyri , sem er fyrirhugað 13 apríl nk. H.A.
