17.4.2012 kl. 22:32
Björn og Hlynur skólameistarar í skák í Borgarhólsskóla.
Skólamótið í skák í Borgarhólsskóla á Húsavík fór fram í dag. Hlynur Snær Viðarsson vann sigur í eldri flokki og Snorri Hallgrímsson varð í öðru sæti. Björn Gunnar Jónsson vann sigur í yngri flokki, Bergþór Snær Birkisson varð í öðru sæti og Páll Svavarsson varð í þriðja sæti.
Hlynur, Snorri, Björn, Bergþór og Páll hafa því unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem verður haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal þriðjudaginn 24 apríl nk.

Hluti keppenda á skólamótinu í Borgarhólsskóla í dag.
Staða efstu keppenda.
1 Hlynur Snær Viðarsson, 5 2 Snorri Hallgrímsson, 4 3-6 Björn Gunnar Jónsson, 3 (8.5) Berþór Snær Birkisson, 3 (7.5) Páll Hlíðar Svavarsson, 3 (6.5) Guðmundur Bjarni Harðarso, 3 (6.0)Hægt er að sjá öll úrslit í skránni hér fyrir neðan.
