9.11.2009 kl. 22:45
Bolir fyrir félagsmenn.
Í dag lagði fyrirtækið BROS ehf, lokahönd á stuttermaboli fyrir félagsmenn Goðans. Útbúnir voru 50 bolir með merki félagsins og merki Líflands, en Lífland kostaði gerð þeirra. Bolirnir er svartir að lit og koma í ýmsum stærðum.

(Smellið á myndina til að stækka hana og svo aftur til að sjá hana í mjög stórri útgáfu)
Bolirnir eru félaginu að kostnaðarlausu og félagsmönnum einnig. Við getum þakkað það, Jóni Þorvaldssyni, hjá almannatengsla fyrirtækinu Eflir ehf, en hann hefur unnið að þessu verkefni að undanförnu. Einnig kunnum við fóðurvöru fyrirtækinu Líflandi okkar bestu þakkir.
Vonir standa til þess að hægt verði að útdeila þeim til félagsmanna á Haustmóti Goðans sem hefst á Húsavík á föstudaginn.
