9.2.2014 kl. 13:28
Bragi og Stefán efstir á Nóa Síríus mótinu
Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2454) og stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2491) eru efstir með 4½ vinning að lokinni fimmtu umferð Nóa Síríus mótsins – Gestamóts GM Hellis og Breiðabliks sem fram fór sl. fimmtudagskvöld. Stefán vann Björn Þorfinnsson (2387) en Bragi gerði jafntefli við Dag Arngrímsson (2381) sem er einn í þriðja sæti með 4 vinninga. Tólf skákmenn hafa 3½ vinning. Allt getur því gerst í lokaumferðunum!
Meðal óvæntra úrslita má nefna að Björgvin S. Guðmundsson (1914) heldur áfram að gera frábæra hluti og gerði nú jafntefli við Elvar Guðmundsson (2322). Hrafn Loftsson (2192) gerði jafntefli við stórmeistarann Þröst Þórhallsson (2445). Dagur Ragnarsson hafði betur gegn Benedikt Jónassyni (2256).
Halldór Brynjar Halldórsson (2233) vann „uppgjörið um Akureyri“ með sigri á Stefán Bergssyni (2122).
Næsta umferð
Sjötta umferð fer fram á fimmtudagskvöldið. Þá mætast meðal annars: Stefán – Bragi, Karl Þorsteins – Dagur, Jón Viktor – Sigurður Daði, Björn – Guðmundur G., Lenka – Magnús Örn, Halldór Brynjar – Björgvin J., Björgvin G. – Davíð og Kristján E – Þröstur Þ.
