3.4.2012 kl. 22:20
Einar gerði jafntefli við Guðmund. Er í 2-4 sæti.
Lenka Ptácníková (2289), stórmeistari kvenna, er efst í áskorendaflokki með fullt hús að lokinni fjórðu umferð áskorendaflokks sem fram fór í kvöld eftir sigur á Haraldi Baldurssyni (1991). Guðmundur Kjartansson (2357), Einar Hjalti Jensson (2245), sem gerðu jafntefli, og Magnús Magnússon (1982) eru í 2.-4. sæti með 3,5 vinning.
Úrslit fjórðu umferðar má finna hér. Stöðu mótsins má finna hér.
Fimmta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 18. Pörun hennar má finnahér.
Eftirfarandi fjórar skákir verða sýndar beint á morgun.
- Lenka – Guðmundur
- Einar Hjalti – Magnús
- Grímur Björn Kristinsson – Páll Sigurðsson
- Árni Guðbjörnsson – Haraldur Baldursson
