30.11.2012 kl. 00:14
Einar Hjalti með yfirburðasigur
A-flokki Skákþings Garðabæjar lauk í gærkvöld. Einar Hjalti Jensson (2312) sigraði með fáheyrðum yfirburðum en hann vann alla sex andstæðinga sína. Í kvöld vann hann Omar Salama (2285).

Kjartan Maack (2132), sem vann Jóhann H. Ragnarsson (2081) varð annar með 4 vinninga. Bjarnsteinn Þórsson (1335) og Páll Sigurðsson (1983) urðu efstir Garðbæinga með 3,5 vinning en ritstjóra er ekki kunnugt um hvor þeirra sé skákmeistari bæjarfélagsins eða hvort heyja þurfi aukakeppni um titilinn.
Úrslit 6. og síðustu umferðar má nálgast hér. Lokastöðuna má nálgast hér.
