5.4.2012 kl. 10:57
Einar vann í gær og deilir efsta sætinu með Guðmundi. Mætir Lenku á morgun.
Einar Hjalti Jensson (2245) og Guðmundur Kjartansson (2357) eru
efstir og jafnir með 4,5 vinning að lokinni fimmtu umferð
áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í gærkvöld. Guðmundur
vann Lenku Ptácníková (2289) og Einar Hjalti lagði Magnús Magnússon
(1982).
Frídagur er í dag, skírdag, en föstudagurinn langi stendur aldeilis
undir nafni en þá verða tefldar tvær umferðir. Sú fyrri kl. 11.
Úrslit fimmtu umferðar má finna hér.
Stöðu mótsins má finna hér.
Pörun sjöttu umferðar má finna hér.
Í sjöttu umferð verða eftirtaldar skákir sýndar beint:
- Guðmundur – Nökkvi
- Einar Hjalti – Lenka
- Haraldur – Páll
- Patrekur – Dagur