16.8.2013 kl. 22:31
Færeyingar unnu stórt í fyrri umferð
Færeyingar unnu afar öruggan sigur í fyrri umferð Landskeppninnar á milli þeirra og Íslendinga sem fram fer um helgina í Klaksvík. Það var snemma ljóst hvert stefndi en sigurinn var þó fullstór eða 8,5-1,5 og litlu samhengi við styrkleikamuninn á milli liðanna.
Allt gekk upp hjá hjá Færeyingum. Hjá íslenska liðinu,voru það Rúnar Sigurpálsson, Gunnar Björnsson og Haraldur Haraldsson sem gerðu jafntefli en aðrir töpuðu.
Færeyingar hafa sínt gestum sínum ákaflega mikla gestrisni – nema við skákborðið!
Síðari hluti landskeppninnar fer fram á sunnudag.