29.5.2010 kl. 14:36
Fjölgun liða í 3. deild samþykkt !
Aðalfundur Skáksambands Íslandsvar haldin í dag. Fyrir fundinum lágu þó nokkrar lagabreytingatillögur, ma. tvær frá skákfélaginu Goðanum (Hermann).
Skemmt er frá því að segja að þær voru báðar samþykktar !
Önnur tillagan kvað á um það að notast við liðsstig (matchpoints) í stað vinninga til að ákvarða röð liða á Íslandsmóti skákfélaga, í þeim deildum þar sem teflt er eftir monrad-kerfi (svissneska) Tillagan var samþykkt með góðum meirihluta.
Hin tillagan, sú sem mestu máli skipti og hafði verið talsvert rædd á skákhorninu í vetur, var hinsvegar samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Þegar upp var staðið voru aðeins tveir sem greiddu atkvæði á móti en 21 samþykktu tillöguna. Reyndar var gerð smávægileg breyting á tillögunni, en liðunum var fækkað í 3 sem flytjast á milli 3. og 4. deildar, í stað 4.
3. deildin lítur þá svona út í haust:
|
|
TG a |
||
| TV b | |||
| KR b | |||
| TV c | |||
| Goðinn a | |||
| Sf. Vinjar | |||
| SR b | |||
| SA c |
Fundinn sátu fyrir hönd Goðans þeir Páll Ágúst Jónsson, Sigurður Jón Gunnarsson og meistari Jón Þorvaldsson, en Jón talaði fyrir tillögunum í fjarveru formanns með glæsibrag og má leiða að því líkum að mjórra hefði verið á munum hefði hans ekki notið við.
A-lið Goðans mun að öllu óbreyttu hefja keppni í 3. deildinni næsta haust !
Sjá lagabreytingatillögurnar hér fyrir neðan.
