11.8.2010 kl. 22:07
Fjórir skákmenn til liðs við Goðann !
4 skákmenn hafa tilkynnt félagaskipti í Goðann á undanförnum dögum og vikum.

Ásgeir P Ásbjörnsson (2295) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Ásgeir hefur ekki verið virkur lengi, en nú verður breyting á því.

Sveinn Arnarson (1940 fide) (1770 ísl.) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Sveinn er og hefur verið, búsettur á Akureyri undanfarin ár.
Ragnar Fjalar Sævarsson (1935) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Ragnar Fjalar býr í Lundi í Svíþjóð. Ragnar varð Íslandsmeistari í skák 14 ára og yngir á sínum tíma, en hefur ekki verið virkur í mörg ár.

Ingvar Björn Guðlaugsson (stiglaus) frá Húsavík, gekk til liðs við Goðann í sumar.
Ingvar er 22 ára og verður í háskólanum á Akureyri í vetur.
Það er því ljóst að Goðinn getur stillt upp mjög öflugum liðum í íslandsmóti skákfélaga í vetur. H.A.
