12.11.2010 kl. 10:29
Framsýnarmótið í skák hefst í kvöld !
Framsýnarmótið í skák hefst í kvöld kl 20:00. Teflt er í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. 13 keppendur hafa skráð sig til leiks en hægt verður að skrá sig til keppni á mótinu þar til skömmu áður en það hefst.
Eftirtaldir hafa skráð sig:
| 1 | Thorsteinsson Bjorn | ISL | 2216 | Goðinn | |
| 2 | FM | Bjornsson Tomas | ISL | 2151 | Goðinn |
| 3 | Thorvaldsson Jon | ISL | 2040 | Goðinn | |
| 4 | Olafsson Smari | ISL | 2022 | SA | |
| 5 | Sigurdsson Jakob Saevar | ISL | 1807 | Goðinn | |
| 6 | Sigurdsson Smari | ISL | 1660 | Goðinn | |
| 7 | Bessason Heimir | ISL | 1555 | Goðinn | |
| 8 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1445 | Goðinn | |
| 9 | Hallgrimsson Snorri | ISL | 1330 | Goðinn | |
| 10 | Karlsson Sighvatur | ISL | 1310 | Goðinn | |
| 11 | Asmundsson Sigurbjorn | ISL | 1175 | Goðinn | |
| 12 | Einarsson Valur Heidar | ISL | 1170 | Goðinn | |
| 13 | Vidarsson Hlynur Snaer | ISL | 0 | Goðinn |
Dagskrá:
1. umf. föstudaginn 12 nóvember kl 20:00 Tímamörk 25 mín á mann
2. umf. föstudaginn 12 nóvember kl 21:00 Tímamörk 25 mín á mann
3. umf. föstudaginn 12 nóvember kl 22:00 Tímamörk 25 mín á mann
4. umf. laugardaginn 13 nóvember kl 10:00 Tímamörk 90 mín + 30 sek á leik
5. umf. laugardaginn 13 nóvember kl 16:00 Tímamörk 90 mín + 30 sek á leik
6. umf. sunnudaginn 14 nóvember kl 10:00 Tímamörk 90 mín + 30 sek á leik
Verðlaunaafhending í mótslok.
Verðlaun.
Veittir verða glæsilegir eignarbikarar fyrir þrjá efstu í mótinu sem stéttarfélagið Framsýn gefur í tilefni af samvinnu Framsýnar og skákfélagsins Goðans í þingeyjarsýslu. Einnig vinnur efsti utanfélagsmaðurinn glæsilegan eignarbikar.
Einnig verða verðlaun veitt fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.
Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til fide skákstiga.
Ekkert þátttökugjald er í mótið.
Upplýsingar.
Allar nánari upplýsingar um framsýnarskákmótið verða aðgengilegar á heimasíðu skákfélagins Goðans, ásamt skráningu, stöðu, skákir og svo loka-úrslit, verða birt á http://www.godinn.blog.is/ og á http://www.framsyn.is/
Skráning.
Skráning í mótið er hér efst á heimasíðu Goðans á sérstöku skráningarformi. Einnig er hægt að skrái sig hjá Hermanni Aðalsteinssyni, formanni skákfélagins Goðans, í síma 4643187 og 8213187 og á lyngbrekka@magnavik.is
Listi yfir skráða keppendur er hér:
https://spreadsheets.google.com/ccc?key=0Arg3nCphWhFydHJESWwwTlh5bTljTHFMaG5EV3llOGc&hl=en&authkey=CIS7g8oE#gid=0
Svo er hægt að skrá sig til keppni á skrifstofu Framsýnar-stéttarfélags Garðarsbraut 26 Húsavík.
