7.2.2012 kl. 12:37
Fréttir af aðalfundi. Óbreytt stjórn og góð fjárhagsstaða.
Aðalfundur skákfélagsins Goðans var haldinn í gærkvöld á Húsavík. Frekar fáir sáu ástæðu til þess að koma á fundinn en umræður urðu þó góðar. Lagabreytingatillaga frá stjórn var samþykkt og var Hermann Aðalsteinsson endurkjörinn formaður og Sigurbjörn Ásmundsson var endurkjörinn gjaldkeri á fundinum. Stjórn Goðans verður því óbreytt þetta árið. Fjárhagsstaða félagsins er góð og eru engar áhvílandi skuldir á félaginu.
Jóhanna Kristánsdóttir formaður HSÞ sat fundinn sem gestur og færði kveðjur frá stjórn HSÞ til Goðans.
Fundargerð aðalfundar verður brátt aðgengileg hér á síðunni og samþykktur ársreikningur verður sendur félagsmönnum í tölvupósti til kynningar.
Að fundi loknum var tefld hraðskák og urðu úrslit svohljóðandi:
1. Smári Siguðrsson 6 vinn af 6 mögul.
2. Hermann Aðalsteinsson 3
3. Sigurbjörn Ásmundsson 2
4. Ævar Ákason 1
