13.7.2011 kl. 11:10
Fyrirlestur og stúderingar með Einari Hjalta á Húsavík
Okkar ágæti félagi Einar Hjalti Jensson verður á ferðinni í
Þingeyjarsýslum um komandi helgi. Hann verður með
fyrirlestur, skákstúderingar og yfirferð á algengum byrjunum á Húsavík
nk. sunnudag 17 júlí í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26.
Einar Hjalti Jensson.
Fyrirlesturinn hefst kl 12:00 og stendur til kl 17:00 sunnudaginn 17 júlí og er ókeypis.
Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri og efla þekkingu sína um leið.
Ekki er nauðsynlegt að vera allan tímann. (menn geta komið og farið að vild)
En þetta nýtist auðvitað best ef fylgst er með allan tímann.
Mjög áríðandi er að áhugasamir láti formann vita hvort þeir muni nýta sér þetta með að hafa samband við hann í síma 4643187 eða 8213187.
