30.7.2011 kl. 10:42
Goðinn mætir TV í fyrstu umferð.
Goðinn þreytir frumraun sína í hraðskákkeppni taflfélaga nú í ágúst. Andstæðingar Goðans verður harðsnúið lið TV. Dregið var í gærkvöld í 16 liða úrslit og í forkeppnina.
Röðun forkeppni:
- Fjölnir – Víkingaklúbburinn
- Vin – TA
Röðun 1. umferðar:
- Mátar – TR
- Goðinn – TV
- SA – TG
- SSON – SR
- Hellir – Bridsfjelagið
- Haukar – Fjölnir/Víkingaklúbburinn
- SFÍ – Vin/TA
- TB – KR
Félögin eru hvött til þess að klára fyrstu umferð fyrir 15. ágúst nk. Einar Hjalti Jensson er liðsstjóri okkar og mun hann hafa samband við keppendur fyrir viðureignina gegn Eyjamönnum.
Goðinn á „heimaleik“ gegn þeim en ekki er búið að ganga frá því hvar né hvenær viðureignin fer fram.
