15.8.2013 kl. 00:07
Góður sigur á TR – Helgi Áss vann allar sínar skákir
Goðinn-Mátar vann öruggan sigur á TR í hraðskákkeppni taflfélaga nú í kvöld. Goðinn-Mátar fengu 52 vinninga gegn 20 vinningum TR. Goðinn-Mátar unnu sigur í 11 af 12 umferðum og þar af þrjár þeirra 6-0. Teflt var í húsnæði Sensu á Klettshálsi.

Helgi Áss Grétarsson var í góðu formi og vann hann allar sínar skákir 12 að tölu. Ásgeir Ásbjörnsson fékk 9 vinninga af 12, Kristján Eðvarðsson fékk 8 vinninga í 9 skákum, Tómas Björnsson fékk 7 vinninga í 8 skákum og Einar Hjalti Jensson fékk 7 vinninga af 10. Aðrir fengu færri vinninga.
Bestir TR-inga voru Arnar Gunnarsson, sem fékk 7 vinninga af 12 og Karl Þorsteinss með 6 vinninga af 12. Aðrir fengu færri vinninga.
Sjá nánar hér
