31.12.2010 kl. 15:23
Haukur Þórðarson vann Þórshafnarbikarinn.
Teflt var um Þórshafnarbikarinn á árlegu skákmóti skákmanna á Þórshöfn í dag, gamlársdag. Fjórir skákmenn mættu til leiks og Haukur Þórðarson 19 ára nemi við Menntskólann á Akureyri vann alla andstæðinga sína og fékk að launum Þórshafnarbikarinn.
Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.
Frá skákæfingu á Þórshöfn í janúar 2010. Jón Stefánsson lengst tv. og Oddur Skúlason.
Sindri Guðjónsson tók myndina.
Úrslit á Þórshafnarmótinu.
1. Haukur Þórðarson 3 v.
2. Kristján Úlfarsson 2 v.
3. Óli Þorsteinsson 1 v.
4. Oddur Skúlason 0 v.
Teflt hefur verið um Þórshafnarbikarinn á gamlársdag síðan árið 1999 og hefur Kristján Úlfarsson unnið hann í þrígang en Kristján vann hann síðst í fyrra.
