15.12.2010 kl. 23:23
Heimir efstur á æfingu.
Heimir Bessasonvarð efstur á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í kvöld. Heimir fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Sigurbirni. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann.
Heimir Bessason.
Úrslit kvöldsins:
1. Heimir Bessason 4,5 vinn af 5 mögul.
2. Hermann Aðalsteinsson 4
3. Ævar Ákason 3
4-5. Sigurbjörn Ásmundsson 1,5
4-5. Valur Heiðar Einarsson 1,5
6. Sighvatur Karlsson 0,5
Þetta var síðasta skákæfing ársins, en næsti viðburður hjá félaginu er Hraðskákmót Goðans sem haldið verður 27 desember kl 20:00 á Húsavík.
Það mót verður auglýst nánar þegar nær dregur.
