25.3.2008 kl. 10:31
Héraðsmótið í skák.
Héraðsmót HSÞ í skák, 17 ára og eldri, verður haldið í Borgarhólsskóla á Húsavík laugardaginn 29 mars og hefst mótið kl 10:30. Tefldar verða 6 umferðir eftir monrad-kerfi og með 25 mín umhugsunartíma á mann (atskák) Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu og sigurvegarinn fær afhentann farandbikar og nafnbótina héraðsmeistari HSÞ í skák.
Mótið er öllum opið, en aðeins félagar í Goðanum eða félagar í einhverju af aðildarfélaögum HSÞ, geta unnið til verðlauna. Þátttökugjald er 500 krónur.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í mótinu er bent á að skrá sig, með því að skrifa athugasemd við þessa FÆRSLU, eða með því að senda formanni tölvupóst í síasta lagi kl 10:00 á mótsdegi. H.A.
