19.4.2013 kl. 16:46
Hlynur og Ari Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák 2013
Hlynur Snær Viðarsson og Ari Rúnar Gunnarsson unnu sigur á Þingeyjarsýslumótinu í skólaskák sem haldið var í Litlulaugaskóla í gær. Hlynur vann öruggan sigur í eldri flokki með 4 vinningum af 4 mögulegum. Bjarni Jón Kristjánsson varð í öðru sæti með 2 vinninga og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð þriðji án vinninga. Tefld var tvöföld umferð þar sem aðeins þrír keppendur mættu til leiks. Uhugsunartíminn voru 10 mín á skák. Hlynur og Bjarni verða því fulltrúar Þingeyinga á Umdæmismótinu í næstu viku.

Bjarni Jón, Hlynur Snær og Jón Aðalsteinn.
Í yngri flokki mættu 9 keppendur til leiks úr fjórum skólum. Ari Rúnar Gunnarsson vann allar sínar skákir 5 að tölu. Mikil og hörð barátta var um annað sætið og þegar öllum skákum var lokið voru 5 keppendur jafnir með 3 vinninga í 2-6 sæti. Grípa varð til stigaútreiknings og þá hreppti Elvar Goði Yngvason 2. sætið og Helgi James Þórarinsson 3. sætið. Allir koma þeir úr Reykjahlíðarskóla. Þeir verða því fulltrúar Þingeyinga á Umdæmismótinu (kjördæmismótinu) sem verður haldið á Laugum í næstu viku. (nákvæm tímasetning er óljós)

Yngri flokkur. Ari Rúnar, Elvar Goði og Helgi James.
Lokastaðan í Yngri flokki:
1 Ari Rúnar Gunnarsson, Reykjahlí 5 8.5 14.0 15.0
2-6 Elvar Goði Yngvason, Reykjahlí 3 8.5 14.5 6.0
Helgi James Þórarinsson, Reykjahlí 3 8.0 14.5 11.0
Eyþór Kári Ingólfsson, Stórutj. 3 7.0 13.0 12.0
Jakup Piotr Statkiwcz, Litlulaug 3 7.0 13.0 8.0
Björn Gunnar Jónsson, Borgarhóls 3 7.0 13.0 7.0
7 Magnús Máni Sigurgeirsson, Borgarhóls 2 8.0 12.0 7.0
8-9 Olivia Konstcja Statkiewi, Litlulauga 1.5 7.5 11.5 3.5
Tanía Sól Hjartardóttir, Litlualauga 1.5 7.0 11.0 5.5
