29.1.2014 kl. 21:18
Hlynur, Sigurbjörn og Smári efstir á æfingum
Hlynur Snær Viðarsson og Sigurbjörn Ásmundsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór í Árbót fyrir rúmri viku síðan. Þeir hlutu báðir 3,5 vinninga úr sex skákum. Hermann Aðalsteinsson kom næstur með 3 vinninga.
Smári Sigurðsson vann alla sína andstæðinga á skákæfingu á Húsavík sl. mánudagskvöld. Smári endaði kvöldið með 5 vinninga. Hermann og Hlynur komu næstir Smára með þrjá vinninga hvor . Ævar var með 2,5 og Sigurbjörn fékk 1,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 15 mín á mann.
