20.12.2008 kl. 22:08
Hraðskákmót Goðans 2008 ! Jólapakkamót fyrir 16 ára og yngri.
Hraðskákmót Goðans 2008 verður haldið 27 desember á Húsavík. Teflt verður í sal Framsýnar- stéttarfélags að Garðarsbraut 26. Mótið hefst stundvíslega kl 13:00 og áætluð mótslok eru kl 16:00. Þátttökugjald er 500 kr
Tefldar verða 11 umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 5 mín á mann. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu, auk þess sem sigurvegarinn fær afhentan farandbikar til varðveislu næsta árið og nafnbótina hraðskákmeistari Goðans 2008!
Samhliða mótinu fer fram jólapakkahraðskákmót Goðans fyrir 16 ára og yngri. Það fer fram á sama stað og á sama tíma og hraðskákmót Goðans. Allir keppendur fá jólapakka og þrír efstu fá verðlaunapening. Ekkert þátttökugjald er í jólapakkamótið !
Æskilegt er að keppendur í jólapakkamótinu skrái sig til keppni hjá formanni Goðans (Hermann) með því að senda póst á lyngbrekka@magnavik.is eða í síma 4643187 og 8213187 fyrir kl 12:00 á mótsdegi. H.A.
