20.9.2008 kl. 20:02
Hraðskákmót Íslands. Einar Garðar í 33 sæti.
Okkar maður, Einar Garðar Hjaltason, varð í 33 sæti með 7 vinninga í Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór í Bolungarvík í dag. Íslandsmeistari varð Jón Viktor Gunnarsson með 13 vinninga.
Tefldar voru 15 umferðir með 5 mín umhugsunartíma. Alls tóku 46 keppendur þátt í mótinu. H.A.
