6.7.2013 kl. 20:13
HSÞ vann öruggan sigur á Landsmótinu
Héraðssamband Þingeyinga HSÞ, vann öruggan sigur á Landsmóti UMFÍ sem fram fór í gær og í dag á Selfossi. Félagsmenn Goðans-Máta skipuðu sveit Þingeyinga og fóru stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson þar fremstir í flokki. HSÞ fékk 27 vinninga en Kjalnesingar fengu 21,5 vinninga og Fjölnir 19 vinninga.

Arngrímur, Tómas, Einar, Helgi og Jón liðsstjóri með sín verðlaun. Mynd Halldóra Gunnarsdóttir.
Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), sem var að mestu skipuð félagsmönnum Taflfélags Garðabæjar, endaði í öðru sæti og Fjölnir endaði í þriðja sæti.
Sigursveit Þingeyinga.
- Þröstur Þórhallsson 3 v. af 3
- Helgi Áss Grétarsson 3 v. af 3
- Einar Hjalti Jensson 5,5 v. af 8
- Ásgeir Ásbjörnsson 3,5 v. af 5
- Arnar Þorsteinsson 3 v. af 3
- Tómas Björnsson 6 v. af 6
- Jón Þorvaldsson 2 v. af 2
- Arngrímur Gunnhallsson 1 v. af 2

Jón, Ásgeir, Einar, Tómas og Arnar. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir

Jón, Helgi Áss, Arngrímur, Einar, Tómas og Þröstur. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir
Halldóra Gunnarsdóttir úr stjórn HSÞ, Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Jón Þorvaldsson liðsstjóri skáksveitar HSÞ með bikarinn.
Sveit Kjalnesinga skipuðu félagsmenn Taflfélags Garðabæjar að mestu leyti auk þess sem Jóhanna Björg Jóhannsdóttir úr Helli reyndust drjúgur liðsauki.
Lið Kjalnesinga:
- Jóhann H. Ragnarsson
- Jón Þór Bergþórsson
- Guðlaug Þorsteinsdóttir
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Páll Sigurðsson
Lið Fjölnis skipuðu félagsmenn Fjölnis eðli málsins samkvæmt! Sveitina skipuðu:
- Jón Árni Halldórsson
- Erlingur Þorsteinsson
- Dagur Ragnarsson
- Oliver Aron Jóhannesson
- Jón Trausti Harðarson
Fráfarandi meistarar, UMFB (Bolvíkingar) tóku ekki þátt.

Þrjú efstu liðið á Landsmótinu í skák. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir.
Lokastaðan:
| Rk. | Team | TB1 | TB2 |
| 1 | HSÞ | 27 | 15 |
| 2 | UMSK 1 | 21,5 | 12 |
| 3 | Fjölnir | 19 | 10 |
| 4 | ÍBA | 18 | 11 |
| 5 | UMFN | 17 | 10 |
| 6 | HSK 1 | 13,5 | 6 |
| 7 | UÍA | 12,5 | 6 |
| 8 | UMSK 2 | 8,5 | 2 |
| 9 | HSK 2 | 7 | 0 |
