24.9.2009 kl. 20:38
Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun.
Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun í Rimaskóla í Reykjavík. Eins og í fyrra sendir Goðinn tvö lið til keppni í 4. deildinni. A- sveit félagsins er mjög öflug í ár og er liðið það sterkasta sem Goðinn hefur sent til keppni á Íslandsmóti. A-liðið verður nokkuð örugglega í topp baráttunni í 4. deildinni og ágætir möguleikar eru á því að liðið vinni sig upp í 3. deild að ári. En þá þarf allt að ganga upp.
B-liðið hefur veikst nokkuð frá því sem til stóð og munar þar mest um að Rúnar Ísleifsson og Ævar Ákason forfölluðust báðir og geta því ekki verið með okkur að þessu sinni.
Liðskipan Goðans um helgina:
A-sveit
1. Erlingur þorsteinsson 2040 (2124)
2. Sindri Guðjónsson 1775 (1915)
3. Sigurður Jón Gunnarsson 1885
4. Jakob Sævar Sigurðsson 1745
5. Barði Einarsson 1740
6. Smári Sigurðsson 1665
B-sveit
1. Pétur Gíslason 1730
2. Einar Garðar Hjaltason 1655
3. Hermann Aðalsteinsson 1405
4. Sighvatur Karlsson 1325
5. Sigurbjörn Ásmundsson 1230
6. Brandur þorgrímsson 0
7. Einar Már Júlíusson 0
Ekki er endanlega ákveðið hvort Smári eða Pétur verði í A-sveitinni.
Sindri mun ekki tefla í 1. umferð því hann verður ekki komin til Reykjavíkur í tæka tíð.
Einar Már kemur inn á neðsta borð í B-liðinu í fjarveru Sindra í 1. umferð.
Fluttar verða fréttir af gengi liðanna hér á síðunni um helgina. H.A.
