Íslandsmóti hefst á morgun – Margir félagsmenn Hugins með í mótinu

Íslandsmótið í skák – hefst á morgun. Landsliðsflokkur, þar sem þátt taka tíu skákmenn, hefst kl. 16 en áskorendaflokkur hefst kl. 17. Teflt er í Stúkunni við Kópavogs en þar er einkar glæsileg aðstaða til skákiðkunnar.

Í fyrstu umferð landsliðsflokks mætast:

  • Hjörvar (2530) – Héðinn (2537)
  • Helgi Áss (2462) – Stefán (2494)
  • Bragi (2459) – Þröstur (2437)
  • Henrik (2483) – Guðmundur (2439)
  • Björn (2389) – Hannes (2548) – verður frestað fram á frídag (27. mái)

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur mótið og leikur fyrsta leik þess.

Meðalstigin er 2478. Hvorki hafa meðalstig verið hærri né hafa fleiri stórmeistarar (sjö talsins) tekið þátt í Íslandsmótinu í skák. Huginsmennirnir og stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Helgi Áss Grétarsson sem tekur nú þátt í landsliðsflokki eftir langt hlé. 

Áskorendaflokkurinn er einnig afar sterkur og hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið sterkari. Stigahæstu keppendur þar eru:

Einar Hjalti Jensson (2350), Davíð Kjartansson (2342), Guðmundur Gíslason (2319), Sigurður Daði Sigfússon (2290), Lenka Ptácníková (2267), Daði Ómarsson (2240),  Kristján Eðvarðsson (2194), Magnús Teitsson (2184), Oliver Aron Jóhannesson (2146), Dagur Ragnarsson (2139), Gylfi Þór Þórhallsson (2132) og Sævar Bjarnason (2075). Nú eru 42 skráðir keppendur í áskorendaflokki og þar af eru 16 þeirra Huginsfélagar.

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokknum. Þar taka þátt flestar sterkustu skákkonur landsins. Auk Lenku má nefna: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1982), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856), Elsa María Kristínardóttir (1830) og Sigríður Björg Helgadóttir (1758).

Taflmennska í áskorendaflokki hefst kl. 17 á morgun.  Opið er fyrir skráningu til kl. 12 á morgun. Skráning fer fram á Skák.is.

Heimasíða Íslandsmótsins í skák

Áskorendaflokkur 

Landsliðsflokkur