1.6.2013 kl. 22:17
Íslandsmótið. Kristján gerði jafntefli við Stefán Kristjánsson stórmeistara
Goð-Mátarnir Loftur Baldvinsson og Kristján Eðvarðsson halda áfram að gera góða hluti á Íslandsmótinu í skák sem var framhaldið með tveimur umferðum í dag. Kristján Eðvarðsson (2220) vann Bjarnstein Þórsson (1836) í annarri umferð og gerði síðan jafntefli við Stefán Kristjánsson stórmeistara (2494) í þriðju umferð.
Kristján Eðvarðsson á Reykjavík Open 2012
Loftur Baldvinsson (1706) gerði jafntefli við Gylfa Þórhallsson (2151) í annarri umferð en tapaði fyrir Sigurði Steindórssyni (2234) í þriðju umferð.
Kristján er með 2,5 vinninga og Loftur er með 1,5 vinninga þegar þremur umferðum er lokið á mótinu.
Kristján stýrir hvítu mönnunum gegn Birni Þorfinnssyni (2377) og Loftur verður með svart gegn Nökkva Sverrissyni (2012) í 4. umferð sem hefst kl 17.00 á morgun sunnudag.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndir frá fyrstu umferð (PRP og GB)
- Myndir frá annarri umferð (GB)
