9.9.2010 kl. 10:17
Jakob Sævar efstur á fyrstu skákæfingunni.
Jakob Sævar Sigurðsson varð efstur á fyrstu skákæfingu Goðans þetta haustið, sem fram fór í Litlulaugaskóla í Reykjadal í gærkvöldi. Jakob fékk 4,5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann.
Jakob Sævar Sigurðsson.
Úrslit Kvöldsins:
1. Jakob Sævar Sigurðsson 4,5 af 6 mögul.
2-3. Rúnar Ísleifsson 4
2-3. Smári Sigurðsson 4
4. Ármann Olgeirsson 3,5
5. Sigurbjörn Ásmundsson 3
6. Hermann Aðalsteinsson 2
7. Sighvatur Karlsson 0
Áður en skákæfingin hófst var efnt til félagsfundar samkv. venju í upphafi skákstarfsins hjá Goðanum. Fundargerð félagsfundarins og stjórnarfundar frá því á mánudaginn, eru komnar inn á síðuna undir liðnum Lög Goðans og fundargerðir, hér til hægri.
Næsta skákæfing verður í nýuppgerðum sal Framsýnar-stéttarfélags á Húsavík, að viku liðinni.
