Jakob Sævar héraðsmeistari HSÞ í skák

Jakob Sævar Sigurðsson vann nokkuð öruggan sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór í Litlulaugaskóla í Reykjadal í gærkvöld. Jakob fékk 7,5 vinninga af 8 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Rúnari Ísleifssyni. Rúnar og Smári Sigurðsson urðu jafnir að vinningum í 2-3 sæti með 6,5 vinninga hvor en Rúnar hreppti annað sætið á stigum.

IMG 0544
 
Smári Sigurðsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson. 

Stefán Sigtryggsson (Leif Heppna) og Bjarni Jón Kristjánsson (12 ára) tóku þátt í sínu fyrsta hérðasmóti í skák og stóðu vel í öllum sínum andstæðingum.   

Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann og 5 sekúndur bættust við á hvern leik.

Lokastaðan:

  1   Jakob Sævar Sigurðsson,             1683 7.5   25.25
 2-3  Rúnar Ísleifsson,                   1695 6.5   19.75    
      Smári Sigurðsson,                   1665 6.5   18.75    
  4   Hjörleifur Halldórsson,             1825 5.5   13.25    
 5-7  Hermann Aðalsteinsson,              1336 3      4.00    
      Sigurbjörn Ásmundsson,              1201 3      4.00    
      Snorri Hallgrímsson,                1334 3      4.00    
  8   Stefán Sigtryggsson,                     1      0.00    
  9   Bjarni Jón Kristjánsson,                 0      0.00
    IMG 0539
  
Stefán Sigtryggsson gegn Hjörleif Halldórssyni.
    IMG 0540
   
Jakob Sævar gegn Bjarna Jóni Kristjánssyni. 
Sjá nánar í skránni hér fyrir neðan.