20.7.2008 kl. 20:23
Jakob Sævar í 6. sæti með 4 vinninga.
Jakob Sævar Sigurðsson varð í 6. sæti, með 4 vinninga, á helgarskákmóti Hellis og T.R. sem lauk í dag. Jakob vann Örn Stefánsson í loka umferðinni.
Sigurvegari varð Davíð Kjartansson en hann fékk 6 vinninga. Halldór Brynjar Halldórsson varð í öðru sæti með 5,5 vinninga. Alls tóku 18 keppendur þátt í mótinu. H.A.