17.10.2009 kl. 21:01
Jakob Sævar Sigurðsson 15 mín meistari Goðans 2009 !
Jakob Sævar Sigurðsson varð í dag 15 mín meistari Goðans 2009, en hann vann hið árlega 15 mín skákmót Goðans sem haldið var á Laugum. Jakob vann 6 skákir, en tapaði einni. Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti með 5,5 vinninga og Hermann Aðalsteinsson varð þriðji með 5 vinninga. Smári Sigurðsson, 15 mín meistari Goðans síðustu tvegggja ára, varð í 4. sæti með 5 vinninga eftir stigaútreikning.
Rúnar Ísleifsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson.
Hlynur Snær, Snorri og Valur Heiðar.
Valur Heiðar Einarsson vann yngri flokkinn með glæsibrag, en hann fékk 4 vinninga og varð í 5. sæti í heildarkeppninni.
Alls tóku 12 keppendur þátt í mótinu og tefldar voru 7 umferðir eftir monrad-kerfi.
Heildarúrslit urðu sem hér segir:
1. Jakob Sævar Sigurðsson 6 vinn af 7 mögul.
2. Rúnar Ísleifsson 5,5
3. Hermann Aðalsteinsson 5
4. Smári Sigurðsson 5
5. Valur Heiðar Einarsson 4 (1. sæti í yngri fl.)
6. Sigurbjörn Ásmundsson 3,5
7. Ármann Olgeirsson 3,5
8. Ævar Ákason 3
9. Sighvatur Karlsson 2,5
10. Hlynur Snær Viðarsson 2,5 (2. sæti í yngri fl.)
11. Snorri Hallgrímsson 1,5 (3. sæti í yngri fl.)
12. Starkaður Snær Hlynsson 0
Næsta skákmót sem Goðinn heldur verður haustmót Goðans, en það verður haldið á Húsavík helgina 13-15 nóvember nk. H.A.