5.4.2008 kl. 15:24
Kjördæmismótið í skólaskák. Hlynur í öðru sæti.
Við Þingeyingar áttu 2 fulltrúa á kjördæmismótinu í skólaskák í yngri flokki, sem fram fór á Akureyri í dag. Sýslumeistarinn okkar í skólaskák Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti. Hann fékk 4 vinninga af 5 mögulegum. Hlynur tapaði einni skák, fyrir Mikael J Karlssyni sem vann alla sína andstæðinga og varð kjördæmismeistari Norðulands-Eystra. Valur Heiðar Einarsson varð í 4. sæti með 2 vinninga. Alls tóku 6 keppendur þátt í mótinu.
Úrslit urðu sem hér segir :
1. Mikael Jóhann Karlsson 5 vinn af 5 möguleg.
2. Hlynur Snær Viðarsson 4 (Borgarhólsskóla)
3. Tinna Ósk Rúnarsdóttir 3
4. Valur Heiðar Einarsson 2 (Borgarhólsskóla)
Stjórn skákfélagsins óskar Hlyn og Val til hamingju með góðan árangur. H.A.


Hér eru myndir frá Kjördæmismótinu. Ef þið smellið á einhverja mynd þá kemur hún upp í stærri gerð og þá koma líka fram hverjir eru á myndinni.
