Kjördæmismótið í skólaskák. Okkar keppendur í 5-8 sæti.

Keppendum úr Þingeyjarsýslu gekk heldur brösulega á kjördæmismótinu í skólaskák (yngri flokkur) sem fram fór á Akureyri í dag.  Þeir röðuðu sér í 5-8 sætið.

Jón Kristinn Þorgeirsson (Akureyri) varð kjördæmismeistari Norðurlands-Eystra, en hann lagði alla andstæðinga sína.

Hersteinn Heiðarsson varð í 2. sæti með 6 vinninga. 
Andri Freyr Björgvinsson varð í 3. sæti með 5 vinninga.
Aðalsteinn Leifsson varð í 4. sæti með 4 vinninga.

Hlynur Snær Viðarsson varð í 5. sæti með 3 vinninga.
Freyþór Hrafn Harðarson varð í 6. sæti með 2 vinninga.
Starkaður Snær Hlynsson varð í 7. sæti með 1 vinning. 
Tryggvi Snær Hlinason varð í 8. sæti með engan vinning.

Ekki er ljóst hvenær kjördæmismótið í eldri flokki verður haldi. H.A.