12.4.2012 kl. 21:18
Landsmótið í skólaskák 2012 verður í Stórutjarnaskóla.
Landsmótið í skólaskák 2012 fer fram í Stórutjarnaskóla
í Þingeyjarsveit dagana 3.-6. maí nk. Það er skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Þetta er í fyrsta skipti að
mótið fer fram í Þingeyjarsveit og jafnframt er þetta fyrsta mótið undir
stjórn nýs landsmótsstjóra, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur sem tekur við
Páli Sigurðssyni sem hefur skilað af sér af sér afar farsælu starfi.
Þessa dagana eru hin ýmsu skólamót að fara fram og á næstu vikum skýrist hverjir eiga keppnisrétt á Landsmótið.
Þingeyjarsýslumótið í skólaskák fer fram í Litlulaugaskóla mánudaginn 23 apríl nk.
Kjördæmismót norðurlands – Eystra fer svo fram 28 apríl.
