15.2.2008 kl. 20:50
Merki félagsins.
Þá er komið að því að velja merki fyrir skákfélagið Goðann. Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur að merki fyrir félagið. Félagsmenn kjósa síðan það merki sem þeim líst best á. Einfaldast er að skrifa athugasemd við þessa blogg-fæslu undir fullu nafni, eða þá að senda formanni tölvupóst og gera grein fyrir atkvæði sínu. Allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt. Ferstur til að skila inn atkvæði rennur út 29 febrúar.
Hallur Birkir Reynisson er höfundur að þessum tillögum, en fyrir þá sem ekki vita að þá er Hallur skopmynda-teiknari og hagyrðingur líka. Því var eðlilegt að leita til hans um tillögur að merki fyrir félagið.
Fái enginn ein tillaga meirihluta atkvæða, verður kosið á milli tveggja efstu tillagnanna á aðalfundi félagsins sem verður haldinn 19 mars.H.A.
ATH. Þið þurfið að smella á: skrá tengda þessari bloggfærslu.( hér í horninu) til þess að sjá tillögurnar. (Athugið það líka að tillögurnar eru 16 talsins, þannig að það er úr mörgum að velja.)
