11.4.2009 kl. 16:50
Mikael Kjördæmismeistari Norðurlands Eystra.
Mikael Jóhann Karlsson (Akureyri) varð kjördæmismeistari Norðurlands Eystra í eldri flokki, í dag, eftir sigur á kjördæmismótinu sem fram fór á Laugum í dag. Benedikt Þór Jóhannsson (Borgarhólsskóla) varð í öðru sæti.
Aðeins þessir tveir keppendur mættu til leiks. Aðrir keppendur sem rétt höfðu til þátttöku voru forfallaðir af öðrum ástæðum. Mikael og Benedikt tefldu þrjár 15 mín skákir og hafði Mikael sigur í þeim öllum.
Mikael og Benedikt verða því fulltrúar Norðurlands-Eystra í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri daganna 30. apríl til 3. maí nk. H.A.
