17.12.2013 kl. 01:12
Mikhael og Brynjar efstir á æfingu
Í yngri flokki leiddi Egill Úlfarsson mótið alveg fram í síðustu umferð þegar hann mætti Brynjari Haraldssyni. Í þeirri skák hafði Brynjar betur og náði þar með Agli að vinningum. Báðir fengu þeir 6v í sjö skákum en Brynjar varð hlutskarpari á stigum og hlaut fyrsta sæti og Egill annað sæti. Stefán Orri Davíðsson og Baltasar Máni Wedholm voru svo næstir með 4,5v og núna hafði Stefán Orri betur á stigum.
Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Mikhael Kravchuk, Heimir Páll Ragnarsson, Felix Steinþórsson, Hilmir Hrafnsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Jón Otti Sigurjónsson, Halldór Atli Kristjánsson, Axel Óli Sigurjónsson, Sindri Snær Kristófersson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Andri Gylfason, Brynjar Haraldsson, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedolm, Ívar Andri Hannesson, Aron Kristinn Jónsson og Adam Omarsson.
Nú verður verður hlé æfingunum fram yfir áramót en næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 6. janúar og hefst kl. 17.15 en hún verður einungis fyrir félagsmenn í Skákfélaginu GM Helli þar sem unnið verður í verkefnahópum að mismunandi æfingum ásamt því að tefla. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
